top of page

HUGMYNDIN

Höfum augun með okkur, höfum augun með hvort öðru og höfum augun opin. Hugmynd verkefnisins er að flíkin sé hlý og umvefjandi ásamt því að notandi sé með augun með sér og því sé trefillinn einskonar verndarhjúpur. 

Eiríks er hugarfóstur einnar konu, Heiðu Eiríksdóttir. Nafnið er vísun í föðurnafn hönnuðar og tileinkað Eiríki sem fór frá okkur um aldur fram, en var alltaf fyrstur til að styðja og hvetja hana áfram.
Vörurnar eru framleiddar úr íslenskri ull hjá yndislegri fjölskyldu sem prjónar af mikilli alúð á neðri hæðinni hjá sér og eru búsett á Vík. Vandað er til verka og er hugsunin að næsta kynslóð ylji sér og umvefji með Eiríks.

Hafðu samband - email: trefillmedaugum@gmail.com    sími: 616-1422

bottom of page